Frábærar sendingar Gústa og vörnin hjálpa mér

Óðinn Þór Ríkharðsson.
Óðinn Þór Ríkharðsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Það er ekki óvarlegt að segja að Óðinn Þór Ríkharðsson sé einn efnilegasti íþróttamaður þjóðarinnar. Þessi 19 ára handboltakappi hefur verið valinn í úrvalslið EM og HM með yngri landsliðum Íslands, er einn markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar og var á sínum tíma unglingalandsliðsmaður í golfi.

Óðinn hefur skorað 125 mörk í 19 leikjum fyrir FH í vetur, þar af 10 í 35:25-sigri gegn Stjörnunni í síðustu umferð. FH er í toppbaráttu Olís-deildarinnar og Óðinn tekur í fyrsta sinn þátt í úrslitahelginni í Coca Cola-bikarnum með liðinu í Laugardalshöll á föstudag. Óðinn er uppalinn hjá HK og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik 15 ára gamall, en fór til Fram fyrir síðasta vetur og þaðan til FH síðasta sumar. Í Kaplakrikanum hefur hann svo sannarlega blómstrað:

„Við vorum með frekar nýtt lið í haust og byrjuðum brösuglega, en þetta hefur skánað mikið. Í dag erum við flottir og höfum verið það í síðustu tíu leikjum. Við höfum bætt okkur mikið, náð að þétta vel vörnina og erum fljótir upp og refsum liðunum sem við spilum á móti,“ segir Óðinn, en hann nýtist afar vel í að „refsa“ andstæðingunum:

Nánar er rætt við Óðin í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert