Mogga­varpið – Úrvalslið Íslands 2. þátt­ur

Atli Hilmarsson, fyrrverandi landsliðsmaður, og Víðir Sigurðsson, rit­stjóri íþróttafrétta á Morgunblaðinu/mbl.is, komu í hljóðver mbl.is og ræddu um niður­stöðuna í kosn­ingu álits­gjafa Morg­un­blaðsins á Úrvalsliðum Íslands í handknattleik. 

Í meðfylgj­andi hljóðvarpi/​podcasti má hlýða á hvaða skoðanir Atli og Víðir höfðu á niður­stöðunni en Kristján Jóns­son blaðamaður á íþrótta­deild ræddi við þá. 

Úrvalsliðin voru kynnt í Morg­un­blaðinu á miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku en blaðið mun einnig standa fyr­ir vali á Úrvalsliðum Íslands í fót­bolta og stóð fyrir vali á Úrvalsliðum Íslands í körfubolta í fyrra.

Hægt er að velja sín Úrvalslið á meðfylgjandi hlekk og sjá niðurstöðu álitsgjafanna.

Úrvalslið Íslands - veldu þitt eigið lið 

Sjá einnig: Mogga­varpið - Úrvalslið Íslands 1. þátt­ur

Stuðningsmenn íslensku landsliðanna.
Stuðningsmenn íslensku landsliðanna. mbl.is/Golli
Atli Hilmarsson skorar fyrir Ísland í landsleik á 9. áratugnum.
Atli Hilmarsson skorar fyrir Ísland í landsleik á 9. áratugnum. mbl.is/Einar Falur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert