Markið sem allir munu tala um (myndskeið)

Þetta til­tekna hand­bolta­mark teng­ist frétt­inni ekki beint.
Þetta til­tekna hand­bolta­mark teng­ist frétt­inni ekki beint. AFP

Í síðustu viku birtist hér á mbl.is ansi skemmtilegt handknattleiksmark frá Svíþjóð og í dag er rétt að sýna annað frá Noregi sem er ekki síður áhugavert.

Í þetta sinn er um að ræða stórskemmtilegt vítaskot frá 18 ára gömlum leikmanni, Espen Smeplass, í leik Nøtterøy og Herkules í norsku 1. deildinni um helgina. Hann skoraði úr vítakastinu, sem kannski er ekki í frásögu færandi, nema að hann skoraði með því að taka heljarstökk á vítalínunni!

„Mig langaði mjög að prófa þetta úr vítakasti, en ég var mjög stressaður. Svo þegar ég sá hversu stór markmaðurinn var hélt ég að ég myndi klúðra,“ sagði Smeplass um skotið, sem sjá má hér að neðan.

Spurningar hafa vaknað um hvort vítaskotið sé löglegt þar sem annar fótur leikmannsins þarf að snerta gólf, en þegar horft er á myndskeiðið sést að hann er búinn að kasta boltanum áður en hann tekur stökkið.

Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem Smeplass sýnir svona takta á handboltavellinum, því hann skoraði úr heljarstökki eftir hraðaupphlaup fyrir þremur árum. Þá var hann að spila leik með U14 ára liði og vakti það ekki síður athygli eins og sjá má hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert