Sögulegt hjá Vardar í Meistaradeildinni

Leikmenn Vardar fagna vel og innilega í kvöld.
Leikmenn Vardar fagna vel og innilega í kvöld. Ljósmynd/eurohandball.com

Lið Vardar var í kvöld fyrsta liðið frá Makeóníu til að komast í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu í handknattleik.

Vardar vann þýska liðið Flensburg öðru sinni í kvöld, 35:27, á heimavelli og vann einvígið samanlagt, 61:51.

Arpad Sterbik markvörður Vardar átti stórleik á milli stanganna og í fjórða skipti á ferlinum tekur hann þátt í „Final Four“-helginni í Köln en áður hafði hann komist þangað með Ciudad Real, Atletico Madrid og Barcelona.

Luka Cindric skoraði 7 mörk fyrir Vardar og Alex Dujshebaev skoraði 5. Hjá Flensburg var Daninn Eggert Magnussen markahæstur með 8 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert