KR dregur skip í naust

Ágúst Jóhannsson er þjálfari KR.
Ágúst Jóhannsson er þjálfari KR. mbl.is/Golli

Nær fullvíst er talið á KR sendi ekki lið til keppni á Íslandsmótinu í handknattleik karla á næsta keppnistímabili. Ákvörðun þess efnis verður tekin á fundi í hádeginu í dag.

KR vann sér á dögunum sæti í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili og verði af þessari ákvörðun KR-inga gæti komið til lögfræðilegrar þrætu um hvaða lið tekur sæti KR-inga í deildinni. Þar kemur til greina annaðhvort Víkingur, sem tapaði fyrir KR í umspili um sæti úrvalsdeild, Þróttur eða Akureyri handboltafélag, sem féll út úrvalsdeildinni í vor. Sá hængur er hinsvegar á að KA hefur ákveðið að slíta samstarfinu við Þór um Akureyrarfélagið þótt formlega hafi ekki verið gengið frá því máli eða slitin tilkynnt Handknattleikssambandi Íslands, eftir því sem heimildir Morgunblaðsins herma.

Ástæðan fyrir að KR-ingar ætla ekki að taka þátt í Íslandsmótinu í handknattleik á næsta ári mun vera sú að aðstaða félagsins til að halda úti meistaraflokksliði í handbolta er ekki fyrir hendi. Íþróttahús KR ræður ekki við vaxandi umsvif handknattleiksíþróttarinnar ofan í annað blómlegt starf félagsins þar sem körfuknattleikurinn er fyrirferðarmestur.

„Það er ekki KR“

Meistaraflokkslið KR í handbolta karla æfði nánast eingöngu í litla salnum í KR-heimilinu í vetur en lék heimaleiki sína í aðalsalnum. Við þá aðstöðu getur úrvalsdeildarlið ekki búið á næstu leiktíð auk þess verður ekki heldur hægt að leika alla heimaleiki á föstudagskvöldum. Önnur íþróttahús á höfuðborgarsvæðinu eru fullnýtt öll kvöld og helgar auk þess sem forráðamönnum KR mun ekki hugnast að eiga heimavöll fjarri bækistöðvum félagsins. „Það er ekki KR,“ sagði viðmælandi Morgunblaðsins úr röðum handknattleiksdeildar KR í gær.

Sjá meira um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert