Lærisveinar Patreks á EM

Patrekur Jóhannesson stýrði Austuríkismönnum til sigurs.
Patrekur Jóhannesson stýrði Austuríkismönnum til sigurs. Srdjan Suki

Austurríki tók á móti Bosníu-Hersegóvinu í kvöld í undankeppni EM karla í handbolta, en úrslitakeppnin fer fram í Króatíu á næsta ári. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í Austurríki voru yfir nær allan tímann, en Bosníumenn jöfnuðu leikinn einu sinni.

Austurríki var öflugra allan tímann og skrefi á undan Bosníu. Hálfleikstölur voru 17:17 en Austurríkismenn voru betri í seinni hálfleik, 34:32 fyrir heimamönnum.

Með sigrinum gulltrygðu Patrekur og félagar sér farseðilinn til Króatíu, en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um sæti á stórmótinu. Spánn var efst í riðlinum og fer einnig á EM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert