Eitt það erfiðasta á ferlinum

Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason Ljósmynd/THW Kiel

„Ég get alveg viðurkennt að þetta tímabil er með því erfiðasta sem ég hef hef gengið í gegnum á mínum langa þjálfaraferli í Þýskalandi en við vissum að við værum að taka áhættu með því að yngja upp liðið. Ég vonaðist til að við yrðum heppnir að því leyti að eldri og reyndari leikmennirnir myndust haldast heilir en þeir hafa allir verið mikið frá,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Kiel, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Kiel, sem er sigursælasta lið Þýskalands og hefur unnið meistaratitilinn 20 sinnum, hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Liðið hefur tapað fjórum af tólf leikjum sínum í deildinni og er í 7. sæti. Kiel féll úr leik í 3. umferð bikarkeppninnar þegar það tapaði fyrir Hannover-Burgdorf þar sem það átti titil að verja og í Meistaradeildinni er staða liðsins ekki góð en Kiel hefur tapað fjórum af sjö leikjum sínum í riðlinum og á það á hættu að komast ekki í 16-liða úrslitin. Kiel er í 7. sæti af átta liðum í riðlinum með aðeins 5 stig.

Meiðslin hafa gert okkur lífið leitt

„Það er búið að ganga á ýmsu hjá okkur og meiðsli leikmanna hafa gert okkur lífið leitt. Til að mynda hefur Domagoj Duvnjak verið nánast úr leik frá því á Ólympíuleikunum í Ríó. Við er búnir að vera að bíða eftir endurkomu hans í nokkurn tíma og nú lítur út fyrir að hann verði ekki klár fyrr en um miðjan desember. En það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Ég er á mínu 21. ári sem þjálfari í þýsku deildinni og hef séð hæðir og lægðir í þessum bransa,“ sagði Alfreð.

Nánar er rætt við Alfreð í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert