„Verður fróðlegt eftir áramót“

Sveinn Andri Sveinsson brýst í gegnum vörn Víkings í dag.
Sveinn Andri Sveinsson brýst í gegnum vörn Víkings í dag. mbl.is/Hari

Unglingalandsliðsmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson, var markahæstur hjá ÍR með 8 mörk, þegar liðið sigraði Víking 30:28 í Olís-deildinni í handknattleik í dag. 

„Við bjuggumst við jöfnum leik. Við höfum núna spilað tvo leiki í þessari viku þar sem mikið er undir. Miklir pressuleikir. Við bjuggust því alveg við mótspyrnu. Víkingsliðið er gott og er byrjað að spila sig mjög vel saman. Við vissum að við myndum landa þessu ef okkur tækist að halda haus,“ sagði Sveinn þegar mbl.is ræddi við hann í Austurberginu í dag. 

ÍR er með 13 stig eftir fjórtán leiki þegar deildina fer í fram til 31. janúar. „Eins og staðan er í dag erum við í fínum málum að mér finnst. Við höfum verið með marga leikmenn í meiðslum undanfarna mánuði. Miðað við það höfum við náð mörgum stigum og erum á uppleið. Það verður fróðlegt að sjá hvernig okkur gengur eftir áramót þegar við fáum leikmenn inn í liðið aftur sem hafa verið meiddir,“ sagði Sveinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert