Aron fékk rautt spjald í úrslitaleiknum

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Ljósmynd/Barcelona

Aron Pálmarsson varð spænskur bikarmeistari í handknattleik með Barcelona eins og fram kom á mbl.is í gærkvöld en Barcelona hafði betur gegn Ademar León, 28:22, í úrslitaleik.

Aron varð að sætta sig við að fylgjast með leiknum stóran hluta leiksins úr áhorfendastúkunni en hann fékk beint rautt spjald fyrir brot á leikmanni Ademar León á 22 . mínútu leiksins og þótti sá dómur í meira lagi strangur að mati Börsunga.

„Dómararnir gerðu mistök en þeir eru mannlegir,“ segir Xavi Pascual þjálfari Barcelona sem vann sinn áttunda bikarmeistaratitil sem þjálfari Barcelona en þetta var 13. bikarmeistaratitillinn í sögu Katalóníuliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert