Kom sterkur inn og náði að standa mig

Íslenska liðið fagnar vel og innilega í leikslok.
Íslenska liðið fagnar vel og innilega í leikslok. AFP

„Ég er búinn að undirbúa mig vel síðustu tvo daga og ég vissi um þeirra styrkleika. Það var mjög gaman að koma svona sterkt inn,“ sagði Viggó Kristjánsson, sem var valinn maður leiksins í 34:23-sigri Íslands á Rússlandi á EM í handbolta í dag, í samtali við RÚV. 

Viggó kom inn á í seinni hálfleik og raðaði inn mörkunum á milli þess sem hann náði í vítaköst. Stórir og sterkir rússneskir varnarmann réðu illa við hann.  

„Gummi var búinn að tala um það í undirbúningnum að ég og Lexi þyrftum að keyra á þá þegar við fengjum sénsinn. Þeir spiluðu mjög framarlega og klipptu Aron út í seinni hálfleik, þá var ekkert annað fyrir mig en að keyra maður á mann.

Þetta er fyrst og fremst gaman. Lexi var frábær í síðasta leik og svo aftur í dag. Það var engin þörf á því að skipta honum út þannig séð, en auðvitað var gott að ná að hvíla hann aðeins. Ég kom sterkur inn og náði að standa mig,“ sagði Viggó við RÚV. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert