Stjarnan örugg í úrslitakeppnina

Hergeir Grímsson skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuna.
Hergeir Grímsson skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuna. mbl.is/Arnþór Birkisson

Stjörnumenn eru öruggir með sæti í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í handbolta eftir 34:32-útisigur á Fram í 20. umferðinni í kvöld.

Með sigrinum fór Stjarnan upp í 17 stig og í sjöunda sæti deildarinnar. Grótta í níunda sæti getur ekki lengur náð Stjörnumönnum.

Var Stjarnan með 22:18-forskot í hálfleik og tókst Fram ekki að jafna í seinni hálfleik. Minnstur varð munurinn tvö mörk, en Stjarnan sigldi sigrinum í höfn.

Mörk Fram: Rúnar Kárason 12, Dagur Fannar Möller 5, Theodór Sigurðsson 3, Bjartur Már Guðmundsson 3, Arnþór Sævarsson 3, Stefán Orri Arnalds 2, Daníel Stefán Reynisson 1, Ívar Logi Styrmisson 1, Tindur Ingólfsson 1, Eiður Rafn Valsson 1.

Varin skot: Breki Hrafn Árnason 6, Arnór Máni Daðason 2.

Mörk Stjörnunnar: Hergeir Grímsson 10, Benedikt Marinó Herdísarson 6, Þórður Tandri Ágústsson 4, Jón Ásgeir Eyjólfsson 4, Tandri Már Konráðsson 3, Hrannar Bragi Eyjólfsson 3, Daníel Karl Gunnarsson 2, Pétur Árni Hauksson 2,

Varin skot: Adam Thorstensen 5, Sigurður Dan Óskarsson 3.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert