Ég er bara ógeðslega gömul (myndskeið)

„Ég er ánægð með að við náðum að laga stöðuna og við kláruðum þetta ágætlega,“ sagði Hildur Öder Einarsdóttir, markvörður ÍR, sem átti góðan leik þegar nýliðarnir töpuðu fyrir ÍBV, 22:18, í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta í Skógarseli í gærkvöld.

„Þetta fer allt í reynslubankann. Þetta eru mest 04- og 05-módel í liðinu og ég er bara ógeðslega gömul á meðan þær eru að spila sína fyrstu leiki í úrvalsdeildinni,“ sagði Hildur í viðtali í Punktalínunni á Símanum Sport en ÍBV vann einvígið 2:0 og mætir Val í undanúrslitum.

Nýliðar ÍR komu á óvart með því að halda sæti sínu örugglega og komst í úrslitakeppnina og hafa nú lokið keppni á Íslandsmótinu.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert