Sterk byrjun hjá Hauki og félögum

Haukur Þrastarson í leik með íslenska landsliðinu.
Haukur Þrastarson í leik með íslenska landsliðinu. AFP/Ina Fassbender

Pólska handboltaliðið Kielce, þar sem Haukur Þrastarson spilar, vann sterkan 30:22 sigur á Chrobry Głogów í fyrri leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu.

Leikurinn var á heimavelli Chrobry Głogów, í Glogów, en seinni leikur liðanna fer fram 27. apríl í Kielce

Í millitíðinni mætir Kielce þýska Íslendingaliðinu Magdeburg þar sem Ómar Ingi Magnús­son, Gísli Þor­geir Kristjáns­son og Jan­us Daði Smára­son spila. Í átta liða úrslitum í Meistaradeild Evrópu.

Haukur var næstmarkahæstur fyrir Kielce en hann skoraði fjögur mörk úr átta skotum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka