Ísland á HM eftir annan stórsigur

Ómar Ingi Magnússon skýtur að marki Eistlands.
Ómar Ingi Magnússon skýtur að marki Eistlands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður á meðal þátttökuliða á heimsmeistaramótinu í Króatíu, Danmörku og Noregi í upphafi næsta árs.

Það varð ljóst eftir útisigur á Eistlandi í dag, 37:24. Ísland vann fyrir leikinn 50:25 og var leikurinn í dag því algjört formsatriði.

Töluvert meira jafnræði var með liðunum í dag en í fyrri leiknum í Laugardalshöll. Var staðan til að mynda 11:10 eftir 20 mínútur.

Ísland jók forskotið í lok fyrri hálfleiks og var staðan eftir hann 18:13. Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk í hálfleiknum, eins og Orri Freyr Þorkelsson.

Ísland náði tíu marka forskoti í fyrsta skipti í stöðunni 25:15 og var enn tíu marka munur þegar seinni hálfleikur var um það bil hálfnaður, 28:18.

Hann var svo tólf mörk þegar rúmar tíu mínútur voru eftir, 31:19. Að lokum munaði þrettán mörkum á liðunum.

Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur hjá Íslandi með níu mörk, Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö og Óðinn Þór Ríkharðsson sex.

Eistland 24:37 Ísland opna loka
60. mín. Aleksander Pertelson (Eistland) skýtur yfir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert