Unnu alla deildarleikina

Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. mbl.is/Brynjólfur Löve

Ungverska stórliðið Veszprém vann alla 26 leiki sína í deildarkeppninni þarlendis. 

Landsliðsmaðurinn Bjark Már Elísson komst ekki á blað er Veszprém vann Fejér B.Á.L. Veszprém, 46:34, í síðustu umferð ungversku deildarinnar í gær. 

Var sigurinn sá 26. af 26 hjá Veszprém í deildinni en liðið mætir Pick Szeged í úrslitaleikjum um meistaratitilinn. Fyrir það er hins vegar úrslitahelgi bikarkeppninnar næstu helgi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert