Bjarki Már í bikarúrslit

Bjarki Már Elísson
Bjarki Már Elísson Eggert Jóhannesson

Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk fyrir Veszprém þegar stórliðið tryggði sér sæti í úrslitaleik ungversku bikarkeppninnar í handknattleik með 38:27 sigri á Dabas á heimavelli.

Erkifjendurnir í Pick Szeged bíða í úrslitunum.

Veszprém og Pick Szeged eru langbestu liðin í Ungverjalandi og því við hæfi að þau mætist í úrslitum bikarsins þar í landi. Bjarki og félagar unnu alla leiki sína í deildinni á tímabilinu og Szeged á því harma að hefna.

Úrslitaleikurinn fer fram á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert