Um 11 til 12 þúsund á Landsmóti hestamanna

Mikill mannfjöldi er á Landsmóti hestamanna
Mikill mannfjöldi er á Landsmóti hestamanna



Áætlað er að um 11 til 12 þúsund manns séu nú samankomnir í
blíðskaparveðri á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu. Einn af hápunktum dagskrárinnar í kvöld er úrslitakeppni í tölti og einnig
verður reynt að setja nýtt heimsmet í 100 metra skeiði, en þeim sem það
tekst fær að launum Toyota Hilux pallbíl.

Skemmtidagskrá kvöldsins er þéttskipuð og lýkur með brekkusöng sem Jónsi og Einar Örn í hljómsveitinni Svörtum fötum stjórna. Landsmótinu lýkur á morgun, sunnudag, en þá fara fram úrslit í öllum keppnisgreinum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert