Portúgal með Brasilíumönnum í 16-liða úrslitin

Portúgalinn Pepe og Luis Fabiano í baráttu um boltann.
Portúgalinn Pepe og Luis Fabiano í baráttu um boltann. Reuters

Portúgal og Brasilía gerðu markalaust jafntefli í lokaumferð G-riðils á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Durban í dag. Portúgalir fylgja því Brasilíumönnum í 16-liða úrslitin. Brasilía varð í efsta sætinu, Portúgal í öðru en Fílabeinsströndin situr eftir með sárt ennið í þriðja sæti.

Leikurinn olli gríðarlegum vonbrigðum en hann einkenndist af baráttu og tilþrifin ekki hæfandi leikmönnum í þessum gæðaflokki. Brassarnir voru með yfirráðin lengst af en tókst ekki að skora gegn fjölmennum varnarmúr Portúgala frekar en öðrum liðum á HM.

Lið Portúgals: Eduardo - Alves, Duda, Carvalho, Coentrao - Meireles, Tiago, Costa, Ronaldo, Pepe, Danny.
Varamenn: Ferreira, Rolando, Mendes, Liédson, Simao, Beto, Miguel, Veloso, Almeida, Fernandes, Amorim (meiddur), Deco (meiddur).

Lið Brasilíu: Julio Cesar - Maicon, Lúcio, Juan, Felipe Melo, Bastos, Gilberto Silva, Alves, Baptista, Nilmar, Fabiano.
Varamenn: Robinho, Gomes, Luisao, T.Silva, Gilberto, Josué, Ramires, Kléberson, Doni, Grafite, Elano (meiddur)
Í leikbanni: Kaká.

Hinn spjaldaglaði Benito Archindia með gula spjaldið á lofti.
Hinn spjaldaglaði Benito Archindia með gula spjaldið á lofti. Reuters
Portúgal 0:0 Brasilía opna loka
90. mín. Uppbótartíminn eru 5 mínútur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert