Cruyff segir brasilíska liðið leiðinlegt

Johann Cruyff.
Johann Cruyff. mbl.is

Hinn þekkti hollenski knattspyrnumaður og þjálfari, Johan Cruyff, þykir ekki mikið til brasilíska landsliðsins í knattspyrnu koma um þessar mundir. Hann segir það leika leiðinlega knattspyrnu sem hann hafi engan áhuga á að eyða peningum í að horfa á.

Landar Cruyff mæta Brasilíu í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins á föstudaginn og ljóst að er yfirlýsingar Cruyff er einn liður í upphitun fyrir viðureignina.

Cruyff segir í viðtali við breska blaðið The Mirror í dag að brasilíska liðið hafi á að skipa hæfileikaríkum leikmönnum en leikaðferð liðsins sé alltof varnarsinnuð og hreinlega leiðinleg. Það er miður fyrir þá sem hafa yfirleitt gaman af brasilíska landsliðinu og alls ekki keppninni til framdráttar þegar lið sem margir fylgjast með leikur með þessu hætti, segir Cruyff sem er 63 ára gamall einn allra fremsti knattspyrnumaður heims á sínum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert