Blatter: Gefum þessu 9,25

Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA, var hæstánægður með nýafstaðið heimsmeistaramót. Því lauk formlega í gær þegar Þjóðverjar unnu Argentínu í úrslitaleiknum og lyftu gullstyttunni eftirsóttu.

„Þetta var framför frá mótinu fyrir fjórum árum í Suður-Afríku,“ sagði Blatter, sem þó gaf því móti 9 í einkunn á skala hans sjálfs. Nú notaði hann töluvert tæknilegri aðferðir við útreikninginn.

„Við fórum yfir umfjöllun okkar og viðbrögð frá samfélagsmiðlunum og ákváðum að 9,25 af 10 væri nærri lagi, þar sem ekkert er fullkomið í fótboltanum,“ sagði Blatter sem er ávallt áberandi á heimsmeistaramótum.

„Þetta var í tíunda sinn þar sem ég fer á HM og í fimmta sinn sem forseti FIFA. Það sem gerði þetta mót svo einstaklega ánægjulegt var gæði fótboltans og hvað leikirnir voru magnþrungnir,“ sagði Blatter.

Sepp Blatter var ánægður með heimsmeistaramótið.
Sepp Blatter var ánægður með heimsmeistaramótið. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert