Króatar í úrslit í fyrsta skipti

Króatar leika við Frakka í úrslitaleik HM í fótbolta í Rússlandi á sunnudaginn kemur. Króatar höfðu betur á móti Englendingum í Moskvu í kvöld, 2:1, eftir framlengdan leik og leika til úrslita í fyrsta skipti.

Englendingar byrjuðu með látum því Kieran Tripper skoraði glæsilegt mark, beint úr aukaspyrnu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Króatar tóku heldur betur við sér í síðari hálfleik og urðu betri eftir því sem leið á leikinn. 

Að lokum jafnaði Ivan Perisic metin er hann stýrði boltanum í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá hægri. Króatar freistuðu þess að bæta við marki en það tókst ekki og því var framlengt. 

Bæði lið fengu góð færi í fyrri hluta framlengingarinnar en inn vildi boltinn ekki. Í síðari hlutanum skoraði hins vegar Mario Mandzukic sigurmarkið á 109. mínútu og þar við sat. England leikur því um þriðja sætið við Belgíu. 

Mario Mandzukic kemur Króötum yfir í framlengingunni.
Mario Mandzukic kemur Króötum yfir í framlengingunni. AFP
Króatía 2:1 England opna loka
120. mín. Andrej Kramarić (Króatía) á skot framhjá Kominn einn í gegn og reynir skotið en boltinn fór í hliðarnetið. Perisic var í betra færi innan teigs.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert