Hvers má vænta af Brasilíu (myndb.)

Alexander Pozzer leikmaður Brasilíu reynir að skora fram hjá markverði …
Alexander Pozzer leikmaður Brasilíu reynir að skora fram hjá markverði Austurríkis í leik liðanna í gær. Reuters

Ísland spilar sinn annan leik á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Svíþjóð þegar liðið mætir Brasilíu klukkan 20:00 í kvöld. Brasilía tapaði gegn Austurríki í gær með 10 mörkum 34:24 en stóðu þó aðeins í þeim í fyrri hálfleik. Eins og landsliðsmenn Íslands hafa ítrekað þá er Brasilía sýnd veiði en ekki gefin. Þetta verður barátta Davíðs og Golíat en við skulum vona að sagan endi á annan veg í kvöld.

Besti árangur Brasilíu á heimsmeistaramóti er 16. sæti fyrir 12 árum en miklar framfarir hafa orðið á liðinu á síðustu árum. Til að mynda stríddi liðið bæði Noregi og Dönum í æfingaleikjum fyrir mótið.

Með því að smella hér getur þú tekið ,,video-fund" eins og strákarnir okkar gera dag eftir dag meðan á mótinu stendur og skoðað við hverju má búast af brasilíska liðinu. Myndbandið er úr leik Brasilíu og Austurríkis í gær. Thiagus Santos og Leonardo Bortolini voru markahæstu menn liðsins í gær, báðir með 4 mörk. Santos spilar í treyju númer 14 en Bortolini númer 9.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert