Spánverjar náðu jöfnu

Iker Fernandez skorar úr vítakasti framhjá Thierry Omeyer, markverði Frakka, …
Iker Fernandez skorar úr vítakasti framhjá Thierry Omeyer, markverði Frakka, í leik Spánverja og Frakka í Kristianstad í kvöld. MARCELO DEL POZO

Ævintýralegur endasprettur Spánverja tryggði þeim jafntefli við heimsmeistara Frakka, 28:28, Kristianstad í lokaleik þjóðanna í A-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik. Þetta þýðir að Frakkar og Spánverjar fara áfram í milliriðil með þrjú stig. Þar með verður Ísland efst í millriðli eitt þegar keppni hefst á laugardaginn með fjögur stig.

Jafnteflið breytir ekki því að Frakka enduðu efstir í A-riðli á betri markatölu en Spánverjar. Þar með er endanlega staðfest á íslenska landsliðið mætir Þjóðverjum, sem fara í milliriðil án stiga, á laugardaginn í Jönköping. Þá tekur við viðureign við Spánverja á mánudag og loks leikur við Frakka á þriðjudaginn.

Frakkar voru mikið sterkari í leiknum við Spánverja í kvöld í 50 mínútur, eða svo gott sem.  Þeir voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 18:13, og 25:19, yfir þegar nokkuð var liðið á síðari hálfleik. Vörn Spánverja var hinsvegar afar sterk á lokakaflanum og náði hún að loka vel á sóknarmenn Frakka. Spánverjar skoruðu jöfnunarmarkið þegar hálf önnur mínúta var til leiksloka. Þeir áttu möguleika á að „stela“ sigrinum þegar hálf mínúta var eftir þegar þeir fengu hraðaupphlaup en skot upp úr því  rataði ekki franska markið. Frakkar hófu sókn en Sterpik varði síðasta skot þeirra og þar við sat, jafntefli og dönsu Spánverjar af gleði í lokin en Claude Onesta og lærisveinar hans voru að vonum vonsviknir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert