Fyrsta tap Íslands á HM

Ólafur Stefánsson sækir að vörn Þjóðverja en Michael Haass stöðvar …
Ólafur Stefánsson sækir að vörn Þjóðverja en Michael Haass stöðvar hann. mbl.is/Golli

Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði sínum fyrsta leik á HM í dag er Þjóðverjar unnu 27:24, þegar liðin mættust í milliriðlinum í Jönköping.

Spánn er þá með 5 stig í milliriðlinum, Ísland 4, Frakkland 3, Þýskaland 2, Ungverjaland 2 en Noregur ekkert. Frakkland og Ungverjaland mætast í kvöld.

Sokn íslenska liðsins átti erfitt uppdráttar gegn mjög sterkri vörn Þjóðverja sem hafa greinilega bætt leik sinn verulega frá því liðin mættust í tvígang í Laugardalshöllinni fyrir skemmstu.

Björgvin Páll varði ágætlega í leiknum, ein 14 skot og vörnin var lengstum ágæt, þó svo hún næði ekki að verða eins góð og vörn Þjóðverja.

Mörk Íslands: Alexander Petersson 7, Róbert Gunnarsson 5, Ólafur Stefánsson 4, Arnór Atlason 4, Guðjón Valur Sigurðsson 2, Aron Pálmarsson 2.

Mörk Þýskalands: Christian Sprenger 5, Sebastian Preiss 5, Holger Glandorf 4, Michael Kraus 4, Adrian Pfahl 3, Dominik Klein 3, Pascal Hens 2, Michael Haass 1

Róbert Gunnarsson í baráttunni á línunni gegn Þjóðverjum.
Róbert Gunnarsson í baráttunni á línunni gegn Þjóðverjum. mbl.is/Golli
Arnór Atlason reynir að senda boltann inná línuna á Róbert …
Arnór Atlason reynir að senda boltann inná línuna á Róbert Gunnarsson í leiknum í dag. mbl.is/Golli
Nokkrir íslensku leikmannanna í höllinni rétt fyrir leik.
Nokkrir íslensku leikmannanna í höllinni rétt fyrir leik. mbl.is/Golli
Frá höllinni í Svíþjóð.
Frá höllinni í Svíþjóð. mbl.is/Golli
Ísland 24:27 Þýskaland* opna loka
60. mín. Dominik Klein (Þýskaland*) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert