Guðjón Valur: Erum villtari og óútreiknanlegri

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik og einn reynslumesti leikmaður landsliðsins, segir að það verði erfitt að gera sömu kröfur til landsliðsins á heimsmeistaramótinu á Spáni í næsta mánuði og gert hefur verið á síðustu mótum.

„Þetta þýðir þó ekki að við ætlum að mæta til leiks og gefast upp. Við munum ekki sætta okkur við  verri árangur en á síðustu mótum. Við förum hinsvegar pressulausir á mótið. Við erum að mörgu leyti villtari og óútreiknanlegri en áður, það þarf hinsvegar ekkert að vera verra,“ segir Guðjón Valur.

Miklar breytingar hafa átt sér stað á landsliðshópnum frá síðustu mótum. „Margir nýir leikmenn eru að koma inn í stærri hlutverk en áður og við verðum að nýta vel þann tíma sem við höfum fram að móti til þess að slípa hópinn saman. Það er langur vegur frá því að spila vináttulandsleiki á heimavelli pressulausir og að leika á stórmóti,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson m.a. í meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert