Erfitt að kyngja þessu

„Á fyrstu 10-15 mínútunum komumst við ekki í gang og í raun töpuðum við leiknum þar. Það er búið að gerast meira og minna allt mótið,“ sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, eftir tapið gegn Danmörku í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í Katar í kvöld.

Danmörk komst í 5:0 í leiknum áður en að Ísland skoraði sitt fyrsta mark eftir sjö mínútna leik.

„Það er erfitt að kyngja þessu. Við höfum lagt áherslu á það að byrja af krafti, hanga í þeim og komast í gegnum fyrstu 10 mínúturnar. Við gerðum það ekki í dag frekar en áður, en enn og aftur sköpum við okkur færi. Þetta væri verra ef við gerðum það ekki, en við nýtum þau ekki,“ sagði Gunnar. Nánar er rætt við hann í meðfylgjandi myndbandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert