„Hefði samþykkt að fá rautt spjald“

Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson. EPA

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Dana í handknattleik segir að hann hefði samþykkt að einn leikmaður sinn hefði fengi rauða spjaldið fyrir að stöðva Joan Canellas áður en hann skoraði sigurmark Spánverja á lokasekúndunum á HM í gær.

„Mér finnst að við hefðum átt að ráðast á Canellas. Hann mátti ekki fá möguleika til að skjóta á markið,“ sagði Guðmundur á fréttamannafundi í Katar í morgun.

Guðmundur var spurður að því hvort hann hefði samþykkt að fá rautt spjald undir lok leiksins og svar Guðmundar við þeirri spurningu var; „Já ég hefði samþykkt það.“

Danir fara nú í keppni um sæti 5-8 á heimsmeistaramótinu og mæta Slóvenum á morgun.

„Við förum í þetta verkefni til að vinna þessa tvo leiki. Ég tel að leikmenn mínir séu tilbúnir og þeir munu gefa sig alla í þessa leiki,“ sagði Guðmundur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert