Frakkar lögðu Norðmenn

Nikola Karabatic átti flottan leik.
Nikola Karabatic átti flottan leik. AFP

Frændur okkar í norska landsliðinu í handbolta gáfu heimamönnum í Frakklandi alvöruleik á HM karla í dag. Frakkar unnu þó 31:28.  

Frakkar eru af flestum taldir með sigurstranglegri liðum á mótinu og voru þeir 16:12 yfir í hálfleik. Þeim gekk hins vegar illa að virkilega slíta skemmtilegt norskt lið frá sér og voru Norðmenn allan tímann inni í leiknum. Frakkar héldu þó í forskot sitt allt til loka. 

Nikola Karabatic, Nedim Remili og Kentin Mahe skoruðu allir fimm mörk fyrir Frakka. Sander Sagosen skoraði sjö fyrir Norðmenn og Magnus Jondal sex. 

Katar vann svo Barein, 33:22, í hinum leiknum sem hófst á sama tíma. Katar lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik þar sem staðan var 19:9. Mahmood Abdulqader skoraði fimm mörk fyrir Barein og Ahmad Madadi átta fyrir Katar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert