Himinhátt fall Pólverja

Pólverjinn Piotr Chrapkowski kemst í gegn á móti Rússum í …
Pólverjinn Piotr Chrapkowski kemst í gegn á móti Rússum í kvöld. AFP

Það hvorki gengur né rekur hjá Pólverjum á heimsmeistaramótinu í handknattleik, en liðið tapaði sínum þriðja leik í röð þegar Rússar höfðu betur, 24:20, í C-riðlinum í kvöld.

Pólverjar lentu undir snemma leiks og voru fjórum mörkum á eftir í hálfleik, 13:9. Ekki vænkaðist hagur þeirra mikið eftir hlé, liðin skiptust nánast á að skora sem gaf Rússum fjögurra marka sigur að launum, 24:20.

Pavel Atman var markahæstur hjá Rússum með fimm mörk, en hjá Pólverjum var það Tomasz Gebala sem skoraði fjögur.

Möguleikar Pólverja á að komast í 16-liða úrslit eru því úr sögunni, en liðið á eftir að spila við Japan áður en heimsmeistarar Frakka bíða í lokaleiknum. Þeir gætu með sigri í þeim báðum jafnað Rússa, Norðmenn og Brasilíumenn að stigum, en þar sem liðið hefur tapað fyrir þeim öllum dugar ekki til að hafa jafnmörg stig.

Fallið er því ansi hátt fyrir Pólverja, sem spiluðu um bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó síðasta sumar. Þá vann liðið brons á HM fyrir tveimur árum.

Luka Cindric skorar eitt af átta mörkum sínum fyrir Króata …
Luka Cindric skorar eitt af átta mörkum sínum fyrir Króata í kvöld. AFP

Króatar skutust á toppinn

Króatar skutust á toppinn í C-riðli eftir sigur á Hvít-Rússum, 31:25, eftir að hafa haft þriggja marka forskot í hálfleik 18:15.

Luka Cindric skoraði átta mörk fyrir Króata, en hinum megin var Artsem Karalek atkvæðamestur með sjö mörk.

Króatar eru með fullt hús stiga, sex stig, eftir þrjá leiki og eru á toppi riðilsins. Þjóðverjarnir hans Dags Sigurðssonar eru sömuleiðis með fullt hús stiga en hafa bara spilað fjóra leiki og geta því jafnað Króata að stigum á toppnum með sigri á Sádi-Arabíu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert