Spánn valtaði yfir næstu mótherja Íslands

Adria Figueras í baráttu við Gabriel Massuca Teca í liði …
Adria Figueras í baráttu við Gabriel Massuca Teca í liði Angóla í kvöld. AFP

Spánn er kominn áfram í 16-liða úrslit á heimsmeistaramótinu í handknattleik eftir öruggan sigur á Angóla, 42:22, í B-riðli, riðli Íslands. Angóla er einmitt mótherji íslenska liðsins á morgun.

Það var aldrei óvissa um hvernig þessi leikur færi og eftir tíu mínútna leik var staðan 11:2 fyrir Spánverja, auk þess sem Angóla hafði misst mann af velli með rautt spjald. Staðan í hálfleik var 21:10 fyrir Spán.

Og yfirburðirnir héldu áfram eftir hlé. Angel Fernandez fór fyrir Spánverjum með níu mörk og að lokum hrósuðu þeir sigri 42:22.

Þeir eru því með sex stig eftir þrjá leiki eins og Slóvenar og eru bæði lið komin áfram upp úr riðlinum. Makedónía er með fjögur stig, Ísland og Túnis eitt en Angóla er án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert