Fáránlega pirraður á þessu klúðri

Rúnar Kárason með skot að marki Makedóníu.
Rúnar Kárason með skot að marki Makedóníu. AFP

Rúnar Kárason, skytta íslenska landsliðsins í handknattleik, tók lokaskotið í jafnteflinu við Makedóníu, 27:27, á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í kvöld. Hann skoraði sjö mörk og var valinn maður leiksins.

Rúnar lét vaða þegar um tíu sekúndur voru eftir og freistaði þess að tryggja íslenska liðinu sigur, en skot hans var varið. Jafnteflið þýðir að Ísland mætir heimsmeisturum Frakka í 16-liða úrslitunum, en hefðu mætt Norðmönnum með sigri í kvöld.

„Fáránlega pirraður á þessu klúðri í lokin,“ skrifar Rúnar á Instagram-síðu sína í kvöld, en kveðst jafnframt sáttur með að liðið hafi komist í 16-liða úrslit.

Ísland og Frakkland mætast á laugardag.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BPdVxubDyL8/" target="_blank">fáranlega pirraður á þessu klúðri í lokin:( en 16liða úrslit engu að síður#Repost @hsi_iceland with @repostapp ・・・ Jafntefli var niðurstaðan og strákarnir komnir áfram í 16 liða úrslit og mæta Frökkum á laugardaginn. Rúnar var valinn maður leiksins en hann var flottur í kvöld. #handbolti #strakarnirokkar</a>

A photo posted by Rúnar Kárason (@runarkarason) on Jan 19, 2017 at 11:55am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert