Hef hrifist af þolinmæði Geirs

Ragnar Óskarsson, Óskar Bjarni Óskarsson og Geir Sveinsson ræða málin …
Ragnar Óskarsson, Óskar Bjarni Óskarsson og Geir Sveinsson ræða málin í höllinni í Metz. mbl.is/Guðmundur Hilmarsson

Ragnar Óskarsson, fyrrverandi landsliðsmaður og nú aðstoðarþjálfari hjá franska liðinu Cesson Rennes, er í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í handknattleik og er með því á HM í Frakklandi. Morgunblaðið hitti Ragnar á hóteli landsliðsins í Metz í gær og spurði hann fyrst hvert væri hlutverk hans í þjálfarateyminu?

„Ég er fyrst og fremst styrktarþjálfari og er titlaður þannig. En svo er maður svolítið með puttana í öllu. Ég hjálpa til að leggja orð í belg varðandi leikskipulag ef eitthvað er leitast er eftir því. Ég reyni nú samt að halda mig aðeins frá því. Það er fullt af undirbúningsvinnu sem þarf að sinna. Klippa leiki, dreifa álaginu á leikmenn og svo erum við að vinna með Sideline-hugbúnaðarkerfið sem hjálpar okkur að halda utan um ýmsa hluti. Ég hef verið í því,“ sagði Ragnar sem stjórnar upphitun landsliðsins fyrir leikina og sér líka um að leikmenn öðlist góða endurheimt eftir leikina.

Nánar er rætt við Ragnar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert