Stjarna Makedóníu úr leik á HM?

Dejan Manaskov á skot að marki Íslands í gær.
Dejan Manaskov á skot að marki Íslands í gær. AFP

Dejan Manaskov, ein helsta stjarna Makedóníu, verður ekki með gegn Noregi þegar þjóðirnar mætast í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik á morgun.

Manaskov skoraði fimm mörk í jafnteflinu við Ísland í gær, en hann meiddist þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Hann virðist hafa tognað aftan í læri, og verður ekki með gegn Norðmönnum.

Samkvæmt fjölmiðlum í Makedóníu verður Manaskov frá næstu tvo mánuðina vegna þessara meiðsla og ef það er rétt þá hefur hann lokið leik á HM. Makedónía hefur ekki enn staðfest það, en ljóst er að um blóðtöku er að ræða þar sem Manaskov hefur leikið næst mest allra leikmanna liðsins á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert