Popsie ætlað að snúa blaðinu við hjá SR

Josh Popsie á æfingu Íslands á HM í Rúmeníu.
Josh Popsie á æfingu Íslands á HM í Rúmeníu. mbl.is/Andri Yrkill

Josh Popsie, sem var aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í íshokkí á HM í Rúmeníu á dögunum, er tekinn við sem aðalþjálfari SR.

Popsie var í þjálfarateymi SR í fyrra og spilaði raunar tvo leiki í marki liðsins, en hann hefur skrifað undir eins árs samning við félagið. Afar illa gekk í Hertz-deildinni í vetur þar sem SR vann aðeins þrjá leiki og hafnaði í neðsta sæti með 11 stig.

„Ég átti góðan fund með liðinu í gær og strákarnir eru einbeittir að snúa blaðinu við,“ sagði Popsie við mbl.is í dag, en hann tekur við af Richard Tahtinen sem er að öllum líkindum hættur þjálfun.

Richard hefur verið viðloðandi íshokkíið á Íslandi um árabil og stýrði SR til Íslandsmeistaratitils árið 2008 og gerði það einnig með SA árin 2014 og 2015. Hann er að klára doktorsgráðu í sálfræði og reiknar með að einbeita sér að fullu á nýjum starfsvettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert