Með þyngstu dómum hérlendis

Björn Róbert Sigurðarson
Björn Róbert Sigurðarson mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Landsliðsmennirnir úr íshokkíliði Esju, Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason, hafa verið dæmdir í langt keppnisbann vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. 

Voru þeir dæmdir í fjögurra ára keppnisbann frá 6. september á þessu ári eða frá undirritun bráðabirgðabanns sem sett var á eftir að tvímenningarnir féllu á lyfjaprófi hjá lyfjaeftirliti ÍSÍ. 

Sterar fundust í sýni þeirra Björns og Steindórs og játuðu þeir inntöku efnisins skilyrðislaust. Fóru þeir fram á refsilækkun vegna þessa en dómstóll ÍSÍ dæmdi þá hins vegar í jafn langt bann og Lyfjaráð ÍSÍ fór fram, eða fjögur ár. 

Fá dæmi eru um jafn þunga dóma í íslensku íþróttalífi vegna lyfjamisferlis. 

Björn og Steindór urðu Íslandsmeistarar með Esju síðasta vetur og er dómurinn því áfall fyrir lið Esju. En einnig fyrir íslenska landsliðið því Björn hefur verið einn snjallasti leikmaður Íslands síðustu árin og Steindór hefur einnig leikið með landsliðinu. 

Steindór Ingason til vinstri.
Steindór Ingason til vinstri. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert