Landsliðsmenn neyttu stera fyrir sólarferð

Björn Róbert tryggði Esju fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með …
Björn Róbert tryggði Esju fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigurmarki gegn SA í þriðja leik liðanna í úrslitakeppninni síðasta vor. Hér fagna þeir Steindór markinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir leikmenn íshokkífélagsins UMFK Esju eru komnir í tímabundið keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Um er að ræða tvo lykilmenn í liðinu; landsliðsmennina Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason. Þeir gætu átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára keppnisbann hljóti þeir þyngsta dóm sem heimild er fyrir í alþjóða lyfjareglunum.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins komu fulltrúar lyfjaeftirlits ÍSÍ á æfingu Íslandsmeistaraliðs Esju snemma í þessum mánuði, áður en keppnistímabilið í íshokkí hófst, og boðuðu fjóra leikmenn í lyfjapróf.

Björn Róbert og Steindór urðu uppvísir að steranotkun og gengust báðir þegar við broti sínu við skýrslugjöf. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins vonast leikmennirnir þó til þess að við ákvörðun um refsingu verði tekið tillit til þess að þeir hafi ekki neytt steranna með það í huga að bæta getu í eigin íþrótt, heldur til að stækka vöðva fljótt fyrir sólarlandaferð á nýliðnu sumri.

Nánar er fjallað um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert