Chicago Bulls niðurlægði meistaralið Miami Heat

Dwyane Wade og Pat Riley þjálfari Miami Heat.
Dwyane Wade og Pat Riley þjálfari Miami Heat. Reuters

Miami Heat, meistaraliðið frá því í fyrra í NBA-deildinni, er úr leik í úrslitakeppninni eftir að hafa tapað fjórða leiknum í röð gegn Chicago Bulls, 92:79. Detroit Pistons og Chicago Bulls hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum Austurdeildar en Bulls hefur ekki náð að sigra í fjórum leikjum í röð í úrslitakeppni frá því að liðið varð meistari árið 1998. Í fyrra áttust Bulls og Miami Heat við í úrslitakeppninni og þar hafði Heat betur, 4:2.

Þá vann Phoenix Suns sigur á LA Lakers í Los Angeles, 113:100, og hefur yfir 3:1 í viðureign liðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert