NBA: Golden State Warriors slógu Dallas út

Baron Davis, leikmaður Golden State, fagnar körfu í leiknum í …
Baron Davis, leikmaður Golden State, fagnar körfu í leiknum í nótt. Reuters

Golden State Warriors gerðu sér lítið fyrir og slógu Dallas Mavericks út úr úrslitakeppni bandarísku NBA körfuboltadeildarinnar í nótt. Golden State vann Dallas á heimavelli sínum 111:86 og viðureign liðanna 4:2. Dallas var með langbesta vinningshlutfallið í riðlakeppninni en Golden State liðið rétt skreið inn í úrslitakeppnina í síðustu umferð riðlakeppninnar.

Utah Jazz jafnaði metin í viðureigninni við Houston Rockets með því að vinna sjötta leik liðanna 94:82. Úrslitaleikurinn fer fram í Houston á laugardag en til þessa hafa liðin unnið alla leiki sína í viðureigninni á heimavelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert