KR tapaði með 17 stiga mun gegn Banvit

Íslandsmeistaralið KR tapaði með 17 stig mun gegn Banvit frá Tyrklandi í Evrópukeppninni í körfuknattleik, 96:79. Leikurinn fór fram í DHL-höllinni, heimavelli KR. Eftir þriðja leikhluta var Banvit með 16 stiga forskot 77:61 en KR-ingar voru 9 stigum undir að loknum fyrri hálfleik, 48:39. Joshua Helm skoraði 20 stig fyrir KR, Avi Fogel var með 18 stig og Fannar Ólafsson skoraði 10.

Eugene Harvey skoraði 26 stig fyrir tyrkneska liðið og Amit Sonkol skoraði 21 stig. Síðari leikurinn fer fram á heimavelli Banvit í Bandirma í Tyrklandi þriðjudaginn 27. nóvember. Á heimasíðu KR er greint frá sögu KR í Evrópukeppninni í stuttu máli en það var Gísli Georgsson sem tók pistilinn saman.

Alls hefur félagið tekið þátt í Evrópukeppni 9 sinnum á árunum frá 1965 til 1991 og leikið 20 leiki. KR hefur sigrað í 3 leikjum, en tapað 17 og er stigatalan okkur KR-ingum mjög hagstæð eða 1365-1932. Í aðeins eitt skipti hefur KR komist áfram í 2. umferð eftir sigur í 1. umferð, en það tókst árið 1989 í Evrópukeppni félagsliða er KR sigraði enska liðið Hamel Hemstead í báðum leikjum og komst áfram í keppninni.


Vefsjónvarp KR.

Sókn KR-ingurinn Joshua Helm verður í baráttunni ásamt samherjum sínum …
Sókn KR-ingurinn Joshua Helm verður í baráttunni ásamt samherjum sínum í kvöld í DHL-höllinni mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert