Dallas stólar á Jason Kidd

Jason Kidd.
Jason Kidd. AP

Samkvæmt heimildum bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS hafa forráðamenn NBA-liðanna Dallas Mavericks og New Jersey Nets komist að samkomulagi um stór leikmannaskipti.

Jason Kidd mun fara frá Nets ásamt Malik Allen til Dallas í skiptum fyrir Devin Harris, Jerry Stackhouse, Devean George, DeSagana Diop, Maurice Ager. Að auki fær Nets tvo valrétti í fyrstu umferð háskólavalsins. Stackhouse gæti orðið eftir hjá Dallas ef Nets kaupir upp samning hans við félagið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka