Þriðja tap Boston Celtics í röð

Shaquille O'Neal var að vanda öflugur í fráköstunum þegar Phoenix …
Shaquille O'Neal var að vanda öflugur í fráköstunum þegar Phoenix lagði Boston. Reuters

Boston Celtics, toppliðið í NBA-deildinni í körfuknattleik, tapaði í nótt þriðja leik sínum í röð á erfiðu ferðalagi um vesturhluta Bandaríkjanna. Phoenix Suns hafði  betur í uppgjöri liðanna, 85:77.

Shaquille O'Neal fagnaði þar með sínum fyrsta sigri sem leikmaður Phoenix. Hann var atkvæðalítill í sókninni og gerði aðeins 4 stig en lét til sín taka í varnarleik liðsins og tók 14 fráköst. „Hann styrkir okkur gífurlega, nú erum við ekki lengur litlu og grönnu strákarnir. Það er ánægjulegt að hafa stundum betur í slagnum undir körfunni," sagði Steve Nash, leikmaður Phoenix.

Shaq hrósaði sjálfur félaga sínum Amare Stoudamire, sem skoraði 28 stig fyrir Phoenix. „Hann er besti stóri maðurinn í deildinni í dag, ég vissi ekki að hann væri svona góður," sagði Shaq.

Boston - Phoenix 85:77 
Boston: Kevin Garnett 19, Rajon Rondo 12, Ray Allen 11, Tony Allen 9, Paul Pierce 8, Kendrick Perkins 6, James Posey 5, Glen Davis 2, Eddie House 2, Leon Powe 2, Scot Pollard 1. 
Phoenix: Amare Stoudemire 28, Steve Nash 18, Grant Hill 14, Boris Diaw 10, Raja Bell 8, Shaquille O'Neal 4, Leandro Barbosa 2, Sean Marks 1.

Önnur úrslit í nótt: 

Charlotte - Sacramento 115:116
Orlando - Philadelphia 115:99
Indiana - New Jersey 113:103
New York - Toronto 103:99
Cleveland - Washington 90:89
Detroit - Milwaukee 127:100
Chicago - Denver 135:121
Memphis - Dallas 83:98
New Orleans - Houston 80:100
LA Clippers - Utah 114:104
Golden State - Atlanta 110:117
Seattle - Portland 99:87





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert