Annar leikur úrslitarimmunnar í Hólminum í kvöld

Það var fjör í Keflavik á laugardaginn.
Það var fjör í Keflavik á laugardaginn. ljósmynd/Víkurfréttir

Annar leikur úrslitarimmu Keflavíkur og Snæfells verður í Stykkishólmi í kvöld. Keflavík hafði betur á laugardaginn og er því 1:0 yfir en leikir liðanna í vetur hafa verið gríðarlega spennandi og ekki við öðru að búast en framhald verði á því í kvöld. 

Talað hefur verið um að Keflvíkingar vilji spila hratt og óþarfi sé að hafa skotklukkuna í gangi þegar þeir sækja og á sama hátt vilji Snæfell róa leikinn niður og því sé full þörf á skotklukkunni.

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, er ekki alveg sammála þessu: 

„Við notum skotklukkuna betur og oftar en menn halda. Okkur hefur tekist ágætlega að láta fólk halda að við getum ekki spilað hægt – en við erum ágætir í því. Við höfum menn til að gera hvað sem er. Stundum gerum við ekki það sem menn halda. Þetta er allt saman einn misskilningur – við erum mjög hægir,“ sagði Sigurður í Morgunblaðinu í dag.

Og Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, segir liðið alveg geta leikið hratt. „En við getum alveg spilað hratt þó svo við viljum jafnan nota skotklukkuna meira en þeir gera,“ segir hann.

Sjá nánari umfjöllun um viðureign Keflavíkur og Snæfells í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert