Boston tók áhættuna og samdi við Marbury

Stephon Marbury er leikmaður Boston Celtics.
Stephon Marbury er leikmaður Boston Celtics. Reuters

Meistaralið Boston Celtics í NBA-deildinni  í körfuknattleik í Bandaríkjunum tóku mikla áhættu í gær þegar liðið samdi við Stephon Marbury sem var samningsbundinn New York Knicks og jafnframt launahæsti leikmaður Knicks. Marbury, sem er 32 ára gamall leikstjórnandi, hefur ekkert leikið með Knicks í eitt ár vegna deilu hans við forsvarsmenn liðsins.

Hann fékk sig lausan frá félaginu í gær og samdi hann við Boston sem þarf aðeins að greiða honum lágmarkslaun það sem eftir er leiktíðar. Marbury var með samning við Knicks sem tryggði honum um 2,3 milljarða kr. í árslaun.  Marbury þarf að sætt sig við um 150 milljónir kr.  í árslaun hjá Boston sem eru lágmarkslaun fyrir leikmann á hans aldri.

Marbury er ætlað það hlutverk að vera varamaður en Rajon Rondo er aðalbakvörður Boston sem landaði 17. NBA-titlinum s.l. vor.

Stephon Marbury, leikmaður New York, fer fram hjá Corliss Williamson, …
Stephon Marbury, leikmaður New York, fer fram hjá Corliss Williamson, leikmanni Philadelphia. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert