Lakers og Cleveland með vænlega stöðu

Pau Gasol leikmaður Lakers í baráttunni gegn Carlos Boozer.
Pau Gasol leikmaður Lakers í baráttunni gegn Carlos Boozer. Reuters

Fjórir leikir fóru fram í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Cleveland og LA Lakers eru bæði með tvo sigra en San Antonio og Portland náðu að jafna metin í sínum viðureignum.

LeBron James skoraði 29 stig fyrir Cleveland Cavaliers gegn Detroit Piston í  94:82 sigri liðsins. Mo William skoraði 21 stig fyrir Cleveland sem endaði í efsta sæti Austurdeildar en Detroit í því 8. Yfirburðir Clevaland voru miklir þar sem að liðið náði 29 stiga forskoti fyrir fjórða leikhluta.

Mike Brown þjálfari Cleveland fékk viðurkenningu fyrir leikinn en hann var útnefndur sem þjálfari ársins. Undir hans stjórn vann liðið 66 leiki sem er félagsmet.

Þrír leikir fóru fram í Vesturdeildinni. Portland sigraði Houston 107:103 á útivelli og náði að jafna metin, 1:1. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í 2. umferð. Brandon Roy fór á kostum í liði Portland og skoraði 42 stig. Aaron Brooks var atkvæðamestur í liði Houston með 23 stig en liðið hefur ekki komist í gegnum 1. umferð úrslitakeppninnar frá árinu 1997

Kobe Bryant skoraði 26 stig fyrir Lakers í 119:109 sigri liðsins gegn Utah og er staðan 2:0 fyrir Lakers. Næstu tveir leikir fara fram í Utah. Pau Gasol frá Spáni skoraði 22 stig fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 19. Phil Jackson þjálfari Lakers fagnaði sínum 195 sigri í úrslitakeppni sem er met í NBA.
Deron Williams skoraði 35 stig fyrir Utah sem er persónulegt met hjá honum í úrslitakeppni. Carlos Boozer skoraði 20 stig og tók 10 fráköst fyrir Utah sem lék án tyrkneska miðherjans Mehmet Okur sem er meiddur.  

Franski landsliðsmaðurinn Tony Parker skoraði 38 stig fyrir San Antonio sem sigraði Dallas 105:84 á heimavelli og jafnaði þar með metin, 1:1.

LeBron James ræðir við Mike Brown þjálfara Cleveland í leiknum …
LeBron James ræðir við Mike Brown þjálfara Cleveland í leiknum gegn Detroit. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert