Hamar tryggði sér oddaleik

Hamarskonur höfðu ríka ástæðu til að fagna í dag.
Hamarskonur höfðu ríka ástæðu til að fagna í dag. mbl.is/Kristinn

Hamar og KR mætast í hreinum úrslitaleik í Vesturbænum á þriðjudag eftir að Hamarskonur lönduðu sigri í Hveragerði, 81:75, í hörkuleik í dag og jöfnuðu einvígið í 2:2. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Stigahæst hjá Hamri var Julia Demirer með 23 stig, en hún tók einnig 26 fráköst, og Koren Schram gerði 20 stig. Hildur Sigurðardóttir og Unnur Tara Jónsdóttir gerðu 18 stig hvor fyrir KR og tók Unnur Tara 11 fráköst.

40. Leik lokið. Hamarskonur náðu forystunni á nýjan leik, 74:73, bættu við hana til leiksloka og lönduðu 6 stiga sigri, 81:75.

38. KR-ingar gerðu tíu stig í röð og komust yfir, 73:72, þegar rétt tæpar tvær mínútur voru eftir.

35. Koren Schram var að koma Hamri í 69:61 með sínu 20. stigi í dag. Það lýtur út fyrir að heimakonur ætli að tryggja sér oddaleik í Vesturbænum.

30. Það stefnir allt í að lokaleikhlutinn verði hörkuspennandi en staðan fyrir hann er 60:54 Hamri í vil.

25. Liðunum hefur gengið bölvanlega að skora það sem af er þriðja leikhluta og hafa aðeins gert tvö stig hvort á fyrstu fimm mínútunum. Staðan er því 47:44 Hamri í vil.

20. Hálfleikur. Koren Schram gerði þriggja stiga körfu undir lok fyrri hálfleiks og náði forystunni fyrir Hamar, 45:42, en þetta er aðeins í annað skiptið sem Hamar er yfir í leiknum. Hamar vann 2. leikhluta 28:17 og tókst því að snúa taflinu við. Fremst í flokki hefur farið Julia Demirer sem er komin með 18 stig og 16 fráköst en Koren Schram hefur gert 14 stig. Hjá KR eru Hildur Sigurðardóttir og Jenny Pfeiffer-Finora með 12 stig hvor.

15. Hamar náði að minnka muninn í fjögur stig á tímabili en KR hefur nú aukið forskotið í átta stig að nýju. Það stefnir í hörkuleik að þessu sinni.

10. KR náði mest níu stiga forystu í fyrsta leikhluta og er yfir að honum loknum, 25:17. Julia Demirer hefur gert 9 stig fyrir Hamar en Hildur Sigurðardóttir er komin með sjö stig fyrir gestina.

5. KR-ingar tóku strax forystuna og eru yfir eftir fimm mínútna leik, 9:4.

Hamarskonur höfðu betur í Hveragerði í dag.
Hamarskonur höfðu betur í Hveragerði í dag. mbl.is/Kristinn
Hildur Sigurðardóttir með boltann í Hveragerði í dag.
Hildur Sigurðardóttir með boltann í Hveragerði í dag. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert