Jón Arnór kominn í sumarfrí

Jón Arnór Stefánsson í leik gegn Murcia fyrr í vetur.
Jón Arnór Stefánsson í leik gegn Murcia fyrr í vetur. mbl.is/Ville Vuorinen

Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik er kominn í sumarfrí. Deildakeppninni í spænsku úrvalsdeildinni er lokið en liði hans CB Granada tókst ekki að vera á meðal þeirra átta liða sem komast í úrslitakeppnina.

Granada vann síðasta leikinn á tímabilinu gegn CB Murcia á útivelli. Jón lagði sitt af mörkum í sex stiga útisigri Granada og skoraði 9 stig og tók 5 fráköst.

Granada hafnaði í 10. sæti deildarinnar en Jón missti af fyrsta þriðjungi mótsins vegna bakmeiðsla. Eins og fram kom í viðtali við Jón í Morgunblaðinu á dögunum þá á hann ekki von á öðru en að vera áfram hjá Granada á næstu leiktíð en hann á ár eftir af samningi sínum við félagið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert