NBA: Tíundi sigur Dallas í röð

Dirk Nowitzki skoraði 25 stig fyrir Dallas.
Dirk Nowitzki skoraði 25 stig fyrir Dallas. Reuters

Kobe Bryant skoraði 32 af stigum Los Angeles Lakers þegar liðið sigraði Washington, 115:108, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Þetta var annar sigur Lakers í röð eftir fjögurra leikja taphrinu.

Spánverjinn Pau Gasol skoraði 21 stig, tók 14 fráköst og átti 8 stoðsendingar fyrir Lakers og Lamar Odom var með 24 stig fyrir liðið. John Wall var atkvæðamestur í lið Washington með 22 stig.

Cleveland tapaði sínum fimmta leik í röð, nú gegn Philadelphia, 117:97. Thaddeus Young skoraði 26 stig og tók 11 fráköst fyrir Philadelphia og Lou Williams var með 18 stig. J.J. Hickson var stigahæstur hjá Cleveland með 18 stig.

Dallas er á mikilli siglingu en liðið vann sinn 10. sigur í röð þegar það hafði betur á móti Golden State, 105:100. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki var að vanda í stóru hlutverki hjá Dallas en hann skoraði 25 stig og Jason Terry var með 20 stig. Hjá Golden State var Stephen Curry atkvæðamestur með 21 stig en liðið hefur tapað níu af síðustu 10 leikjum sínum.

Úrslitin í nótt:

LA Lakers - Washington 115:108

Philadelphia - Cleveland 117:97

Dallas - Golden State 105:100

Atlanta - New Jersey 116:101

Houston - Detroit 97:83

Danver - Charlotte 98:100

Portland - Phoenix 106:99


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert