„Get ekki gengið út frá því að fá alltaf að spila“

Haukur Helgi Pálsson.
Haukur Helgi Pálsson. mbl.is/Ómar

Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur fengið nokkuð að spreyta sig í síðustu leikjum spænska liðsins Basquet Manresa eftir talsverða setu á varamannabekknum í vetur.

Liðinu veitir ekki af því að nýta krafta Hauks því Manresa situr í botnsæti úrvalsdeildar og fall blasir við liðinu ef það kemst ekki í gang á næstunni. Eru þetta nokkur viðbrigði fyrir Hauk frá því í fyrra þegar liðið stóð sig mjög vel og var lengst af tímabilsins í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina.

„Við höfum spilað alveg þokkalega þó það hafi vissulega komið leikir þar sem við höfum verið úti í haga. Við höfum átt góða leiki á móti liðum í toppbaráttunni en ekki tekist að ná stigunum. Við töpuðum á flautukörfu á móti Valencia og fórum í framlengingu á móti Caja Laboral. Við höfum reyndar verið óheppnir með meiðsli og tveir leikmenn úr byrjunarliðinu meiddust til dæmis illa,“ segir Haukur í umfjöllun um mál hans í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Sjá samtal við Hauk Helga í heild í í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert