Keflavík hélt út gegn Haukum

Gunnar Ólafsson er í vaxandi hlutverki í Keflavíkurliðinu.
Gunnar Ólafsson er í vaxandi hlutverki í Keflavíkurliðinu. mbl.is/Golli

Keflvíkingar náðu að innbyrða sinn sjöunda sigur þegar þeir lögðu Hauka, 68:63, í áttundu umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld.

Lengi vel stefndi í öruggan sigur Keflvíkinga sem voru um tíma komnir með ríflega 20 stiga forskot. Engu munaði að Haukar jöfnuðu metin en þeir minnkuðu muninn í eitt stig undir lokin. Darrel Lewis skoraði 18 stig fyrir Keflavík og Guðmundur Jónsson 16 en Haukur Óskarsson skoraði 32 stig fyrir Hauka og Terrence Watson 15.

Kristinn Friðriksson var á leik Hauka og Keflavíkur og skrifaði reglulegar uppfærslur frá Ásvöllum sem sjá má neðar í fréttinni.

Íslandsmeistarar Grindavíkur sigruðu Njarðvík, 79:75, eftir að hafa verið undir nær allan leikinn. Earnest Clinch skoraði 26 stig fyrir Grindavík og Jóhann Árni Ólafsson 19 en Nigel Moore skoraði 19 stig fyrir Njarðvík og Logi Gunnarsson 15.

Snæfell steinlá fyrir Stjörnunni á heimavelli sínum í Stykkishólmi, 85:107. Matthew Hairston skoraði 31 stig fyrir Stjörnuna og tók 16 fráköst og Marvin Valdimarsson skoraði 29 stig. Vance Cooksey skoraði 30 stig fyrir Snæfell og Pálmi Freyr Sigurgeirsson 15.

Skallagrímur vann Val í uppgjöri botnliðanna á Hlíðarenda, 102:83. Grétar Ingi Erlendsson skoraði 21 stig fyrir Skallagrím og tók 13 fráköst og Páll Axel Vilbergsson og Egill Egilsson gerðu 18 stig hvor. Chris Woods skoraði 26 stig fyrir Val og tók 12 fráköst.

Staðan eftir leiki kvöldsins: KR 16, Keflavík 14, Grindavík 12, Njarðvík 10, Þór Þ. 8, Stjarnan 8, Haukar 8, Snæfell 8, ÍR 4, Skallagrímur 4, KFÍ 2, Valur 2.

Úrslit í leikjum kvöldsins:
Haukar - Keflavík       17:21 - 29:43 - 46:58 - 63:68 LEIK LOKIÐ
Grindavík - Njarðvík   20:23 - 41:41 - 56:62 - 79:75 LEIK LOKIÐ
Snæfell - Stjarnan     19:26 - 38:54 - 67:76 - 85:107 LEIK LOKIÐ
Valur - Skallagrímur   23:22 - 38:44 - 64:69 - 83:102 LEIK LOKIÐ

KR - Þór Þ. er í beinni lýsingu hér.

Haukar - Keflavík 63:68

Schenkerhöllin, Úrvalsdeild karla, 28. nóvember 2013.
Gangur leiksins:: 4:8, 4:16, 10:18, 17:21, 20:27, 23:34, 26:37, 29:43, 31:47, 35:53, 38:56, 46:58, 50:58, 55:60, 60:64, 63:68.
Haukar: Haukur Óskarsson 32/6 fráköst, Terrence Watson 15/17 fráköst/3 varin skot, Kári Jónsson 4/4 fráköst/7 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 4, Svavar Páll Pálsson 4/9 fráköst, Helgi Björn Einarsson 2/6 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 2/4 fráköst.
Fráköst: 30 í vörn, 16 í sókn.
Keflavík: Darrel Keith Lewis 18/12 fráköst/4 varin skot, Guðmundur Jónsson 16/11 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 8, Michael Craion 7/12 fráköst, Gunnar Ólafsson 6/4 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 5/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 4, Valur Orri Valsson 4.
Fráköst: 31 í vörn, 21 í sókn.
Dómarar: Jón Bender, Georg Andersen, Gunnar Þór Andrésson.

Grindavík - Njarðvík 79:75

Grindavík, Úrvalsdeild karla, 28. nóvember 2013.
Gangur leiksins:: 7:4, 11:10, 14:18, 17:23, 23:27, 27:32, 37:34, 41:41, 45:47, 47:52, 52:56, 56:62, 59:64, 65:71, 72:71, 79:75.
Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 26/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 19/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/13 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 8/10 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 8/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4, Ólafur Ólafsson 2/4 fráköst.
Fráköst: 30 í vörn, 15 í sókn.
Njarðvík: Nigel Moore 19/9 fráköst, Logi Gunnarsson 15, Elvar Már Friðriksson 12/8 fráköst/8 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 10/4 fráköst, Ágúst Orrason 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Halldór Örn Halldórsson 2, Friðrik E. Stefánsson 2/8 fráköst, Egill Jónasson 2, Óli Ragnar Alexandersson 2.
Fráköst: 30 í vörn, 6 í sókn.
Dómarar: Rognvaldur Hreidarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Ísak Ernir Kristinsson.

Snæfell - Stjarnan 85:107

Stykkishólmur, Úrvalsdeild karla, 28. nóvember 2013.
Gangur leiksins:: 5:7, 12:12, 16:19, 19:26, 26:31, 29:40, 34:45, 38:54, 47:64, 54:67, 62:69, 67:76, 69:87, 73:92, 81:98, 85:107.
Snæfell: Vance Cooksey 30/5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 15/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/6 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 11/5 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 6, Finnur Atli Magnússon 5/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 4/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 2/5 fráköst.
Fráköst: 28 í vörn, 6 í sókn.
Stjarnan: Matthew James Hairston 31/16 fráköst, Marvin Valdimarsson 29/7 fráköst, Justin Shouse 17/6 fráköst/8 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 13, Fannar Freyr Helgason 8/5 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 4, Kjartan Atli Kjartansson 3, Sigurður Dagur Sturluson 2.
Fráköst: 35 í vörn, 4 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Leifur S. Garðarsson.

Valur - Skallagrímur 83:102

Vodafonehöllin, Úrvalsdeild karla, 28. nóvember 2013.
Gangur leiksins:: 8:5, 13:15, 19:20, 23:22, 25:26, 27:35, 33:40, 38:44, 44:53, 50:58, 55:62, 64:69, 66:76, 69:81, 74:94, 83:102.
Valur: Chris Woods 26/12 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 16/7 fráköst/11 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 14/9 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 9, Oddur Ólafsson 9, Gunnlaugur H. Elsuson 5, Ragnar Gylfason 4.
Fráköst: 23 í vörn, 14 í sókn.
Skallagrímur: Grétar Ingi Erlendsson 21/13 fráköst, Egill Egilsson 18/6 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 18/5 fráköst, Orri Jónsson 16/7 stoðsendingar, Trausti Eiríksson 11/6 fráköst, Davíð Ásgeirsson 9, Oscar Jermaine Bellfield 5, Ármann Örn Vilbergsson 3, Sigurður Þórarinsson 1.
Fráköst: 28 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Halldor Geir Jensson.

Kristinn Friðriksson var á leik Hauka og Keflavíkur og skrifaði reglulegar uppfærslur frá Ásvöllum:

20.54 - Leik lokið - 63:68. Haukar nýta sér síðustu sekúndurnar afar illa; vörn gestanna neyðir Haukana í slæmt skot. Keflavík fær vítaskot í kjölfarið, 63:68 og 13 sekúndur eftir. Leik lokið!

20.49 - Arnar Freyr skorar eftir hraðaupphlaup gestanna, 63:66 og 25 sekúndur eftir. Haukar eiga knöttinn og geta jafnað, ja, eða unnið með hinu sjaldgæfa "four-point-play"

20.47 -  Eftir taugatrekkt kúður beggja liða og vítaskot frá títt nefndum Hauki er staðan 63:64 með mínútu eftir af leik.

20.42 - Keflavík hefur skipt í maður-á-mann vörn, 60:64 og allt í járnum. 2 mínútur eftir.

20.41 - 3 mínútur eftir og Keflavík heldur betur á hausnum sínum en Haukar. Rólegar sóknir gestanna skila á töfluna á meðan Haukar flýta sér og taka lélega þriggja stiga skot. 58:64.

20.39 - Stemningsstopp hjá Haukum, skotklukkan rennur út og svo skorar Haukur enn annan þristinn!!! 58:60, 4 mínútur eftir af leik.

20.34 - 5:30 eftir af leiknum. Haukur með annan þrist, 55:60 og alvöru hasar í vændum.

20.32 - Watson að spila æðislega... risafráköst og körfur, munurinn í 6 stig! Valur Orri með "three-point-play" sem stoppar aðeins uppí stemningsgatið sem hafði myndast. 52:60 og 7 mínútur eftir.

20.29 - Kári skorar strax og barátta komin í vörn heimamanna sem finna blóðbragðið. Glæsitroðsla Watson! staðan 50:58 og öll stemning Haukamegin, 8mínútur eftir.

20.24 - Þriðji leikhluti búinn, staðan 46:58. Síðasta hálmstrá Hauka; svæðisvörn! Byrjar vel, Haukur með þrist eftir gott varnarstopp. Þessu fylgt eftir með baráttuvörn og þremur stigum frá Helga Einarssyni og svo aftur tvö frá Watson, staðan 42:58 og vonin til staðar. Þristur frá Kára og staðan 46:58 og alveg nýr leikur mættur í hús.

20.17 - Davíð Hermannsson er í vandræðum með að hafa hemil á Lewis, en sá síðarnefndi tekur öll fráköst frá honum, ásamt því að skora 4 stig í röð. Í sókn Hauka sjást aðeins lélegar sendingar. Haukar fá engan frið og komast ekkert áleiðis í sókninni. 3:40 eftir og staðan 35:56 og leikurinn virðist vera að fjara út fyrir heimamenn.

20.12 - Haukar fá góð tækifæri til að koma sér aftur inní leikinn en klaufaskapur í sókn og frákastarugl í vörninni hjálpar ekki, 35:51 og ekki útlit fyrir stórræði frá heimamönnum. 6mínútur eftir.

20.09 - 3.hluti. Keflavík ennþá í svæðisvörn. Frábær varnarleikur hjá Watson en Haukar þurfa að frákasta; 31:47 og 8 mínútur eftir.

19.57 - Hálfleikur, 29:43. Valur Orri með mikilvæga körfu, 29:39. Sókn Haukanna er enn til vandræða... undarlegt hversu flókin svæðisvörnin er fyrir þetta lið. Staðan 29:43 og það eina jákvæða við leik Hauka er varnarleikur Terrence Watson á Michael Craion.

19.49 - Keflvíkingar klaufalegir undir körfunni, Haukar frákasta vel, en ná ekki að refsa í sókninni. Í staðinn setur Ragnar annan þrist! Haukur er hinsvegar sá haukur sem fallegast flýgur hér! Tveir þristar í röð og staðan 29:37 og 2:30 eftir af öðrum hluta.

19.43 - Guðmundur með annan þrist!!! 20:30 og Haukar þurfa að herðast í sókninni, sem er of tilviljunarkennd. Haukar ná heldur ekki að stoppa gestina sem valsa inní teig að vild. 5 mínútur eftir og 20:34.

19.38 - Ragnar Alberts og Guðmundur með sinn þristinn hvor og gestirnir búnir að skemma aðeins síðasta áhlaup Haukanna en Haukur er ekki fleirtala og hann setur þrist til að halda hjartslætti í sínum fuglum, staðan 20:27 og 7 mín. eftir af öðrum leikhluta.

19.32 - Fyrsti leikhluti búinn, staðan 17:21.  Fer rólega af stað, Haukar koma boltanum vel niðrá blokkina og staðan 4:2. Smá deyfð yfir leikmönnum en Darrell Lewis er vakandi, skorar 4 í röð; 4:8. Lélegum skotum fylgja Haukar eftir með slakri vörn, gestirnir að taka völdin á vellinum.  Keflavík setur á svæðisvörnina og uppskera strax, Guðmundur Jónsson fær körfu góða og staðan 4:14 eftir fjögurra mínútna leik. Keflavík notar tækifærið og pressar fullan völl. Haukar í tómum vandræðum með svæðisvörnina, 7:16. Haukur Óskarsson heldur sínum á lífi, 10:16. Loksins vakna Haukar, 5 stig í röð og staðan 17:21 eftir fyrsta.

ÍR og KFÍ hafa þegar mæst í áttundu umferðinni en KFÍ vann leik liðanna 17. nóvember í Seljaskóla, 86:76.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert