Jón Arnór úr leik í þrjár vikur

Jón Arnór Stefánsson leikur ekki með Zaragoza yfir jólin.
Jón Arnór Stefánsson leikur ekki með Zaragoza yfir jólin. Ljósmynd/basketzaragoza.net

Jón Arnór Stefánsson var ekki með liði sínu Zaragoza í dag þegar það tapaði naumlega fyrir Gran Canaria, 58:55, í spænsku ACB-deildinni í körfuknattleik.

Jón Arnór er á leið í aðgerð vegna meiðsla í hné og er talið að hann verði frá keppni næstu þrjár vikurnar eða svo af þeim sökum. Hann missir því líklega af fjórum leikjum til viðbótar þó að hann gæti hugsanlega náð að mæta Real Madrid 4. janúar.

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í botnliði Valladolid máttu þola mikinn skell í Barcelona í dag. Börsungar skoruðu rúmlega tvöfalt fleiri stig en gestirnir og unnu 109:50. Hörður Axel lék í 20 mínútur en skoraði ekki stig að þessu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert